Ég er svo dugleg
Hæ. Kominn fimmtudagur og ég er búin ad eyða hálfum deginum í að endurskrifa greinina. Ég þurfti að setja inn einhvern PPP staðal sem ég skildi ekki mikið í. Svo til að fá þetta allt til að meika sens skellti ég inn Big Mac indexinu líka. Spennó, ekki satt. Þetta þurfti ég að gera til að sýna gildi eistnesku krónunnar vegna þess að það er auðvitað ekki nóg að bera saman meðallaun í Danmörku og Eistlandi. Maður getur fengið mikið meira fyrir eistneska krónu en danska. Svo er það þessi Big Mac stuðull. Hvaða land haldiði að vermi fyrsta sætið? Nú, auðvitað Ísland!! Hvergi annars staðar er Makkarinn dýrari.
Við Halldóra vorum að tala um væntanlega heimkomu okkar og hún tjáði mér að hún kvíðir mest fyrir tvennu. Veðrinu og verðinu. Ég held að ég sé sammála henni. Brynja Dögg sagði mér einmitt að hún hefði fengið hjartaáfall annan hvern dag í búðinni vegna verðlagsins. Mamma sagði mér svo reyndar líka að það væri nú ágætis verðsstríð (einu góðu stríðin!) í gangi heima þannig að það er kannski ekki öll von úti enn.
Góðar fréttir. Ég fæ íbúðina mína strax og ég kem heim. Dögg ætlar að vera svo góð að leyfa mér að flytja inn strax. Svo hafa líka nokkrir aðilar sýnt áhuga á að leigja með mér. Vonandi kemur eitthvað út úr því:-)
PPP-ið kallar. Farvel!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli