10.10.2003

Tour de chambre

Jebb, dönsk skrumskæling á frönsku. Þetta er svona afsökun fyrir fyllerí (er það ekki allt í DK?) hjá okkur á "heimavistinni." Við bordum öll tólf saman og svo hefst túrinn á milli herbergja. Í hverju herbergi á að drekka einn drykk. Ég er að spá í að vera bara með Martini bianco. Ég nenni ekki einhverju kokteilasulli enda þekkt fyrir allt annað en það. Reyndar er foozeball mót hér í skólanum og allir voða spenntó. Ég er samt svo hryllilega léleg í þessari svokölluðu íþrótt þannig að ég get alveg lifað með því að missa af þessu.

Ég er í alveg rosalega spennandi kúrs núna. Hann heitir Risk reporting og kennarinn minn er Jesper Strudsholm (hann þekkja nú allir;-)), fréttaritari Politiken í Suður-Afríku. Sumar sögurnar sem hann segir okkur eru svo súrrealískar að maður trúir því varla að þær séu sannar. Ég verð alltaf meira og meira sannfærð um að blaðamennska á Íslandi sé bara "prumpmennska." Það er kannski skiljanlegt vegna þess að þetta er svo lítið land. Ég væri bara að blekkja sjálfa mig ef mig langaði að vinna krefjandi starf sem blaðamaður heima. Ekki hægt, I tell you!

Ég er að rembast við að gera verkefni núna. Það fjallar um fréttaflutning í Íraksstríðinu og þá sérstaklega þegar safnið í Baghdad var rænt. Það er bara kominn svo mikill helgarfílingur í mig að ég get ekki einbeitt mér. Er þess í stað búin að vera að skoða myndir af djamminu heima. Það læknaði nú heimþránna í bili...

Engin ummæli: