I'm back og á íslensku í þetta skiptið
Já, líf mitt er að falla í fastar skorður eftir eilíft ferðalag. Ég kom heim á laugardaginn. Ætlaði ekki að koma fyrr en á sunnudaginn en það var risapartý í skólanum mínum á laugardaginn þannig að ég flýtti heimferð um einn dag. Kaupmannahöfn var fín sem fyrr en ég var orðin langþreytt á að búa í tösku þannig að það var einkar ljúft að koma heim. Við Ulla, Þórhildur og Katrín fórum á ársfest hjá Roskilde Universitet á föstudaginn. Ég bjóst við alveg þrusu þrusu fjöri en sú varð raunin ekki. Þetta var eitt alsherjar prump, skal ég ykkur segja. Nei, ekki alveg kannski. Það byrjaði rosa vel en svo varð bara leiðinlegt. Þessu var dreift í allt of mörg tjöld og músíkin var ekki góð. Ég ákvað síðan bara að mér þætti þetta hundleiðinlegt og þá var ekki aftur snúið. Við tókum rútu heim og Ulla greyið var orðin svo full að hún ældi í rútunni. Ekki girnó. Í stað þess að velta mér upp úr vondu partýi ákvað ég bara að skella mér í gott partý. Í Árósum! Já, skólinn minn hélt partý og það var sko gaman. Það var haldið í matsalnum okkar og fullt af fólki og ódýr bjór. Sweet!
Vá, það er svo langt síðan ég hef blibbað almennilega að ég veit varla hvað ég á að skrifa. Þetta virðist vera voða auðvelt, sérstaklega þar sem ég skrifa bara um það sem gerist í mínu lífi en það er svei mér meira en að segja það.
Hey, já. Eitt svekkelsi. Við ætluðum á minningartónleika um Johnny Cash í gær. Mættum á réttum tíma en nei, það var uppselt. Hundfúlt. Fórum þess vegna bara á kaffihús, drukkum ódýrt hvítvín og kjöftuðum um allt milli himins og jarðar. Gott... en ekki eins gott og Johnny Cash sálugur.
Á morgun verð ég gestaplötusnúður á föstudagsbarnum okkur og ég er barasta soldið stressuð. Skrítið þar sem ég einoka alltaf fjarstýringar í öllum partýum. Ég fæ mér bara nokkra bjóra og þá verður þetta fínt.
Gaman. Vala, Röskvuskvísan mín, er að koma til Árósa. Hlakka til að sjá þessa elsku. Svo ætlar Sigrún Dögg að koma í heimsókn til mín og vonandi Þórhildur og Katrín og kannski líka Ulla. Hey, vá. Nóg að gera!
Ekki örvænta. Ég verð komin í blibbæfingu innan skamms;-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli