17.10.2003

Framtíðardraumar

Eitt af því sem ég hef áttað mig á eftir að ég hóf þessa alþjóðlegu önn hér í DJH er að framtíðarstarf mitt verður að skipta máli, það verður að gera eitthvað gott. Ég vil bjarga heiminum. Þetta er kannski frekar naív hugsun en ég held að hún sé góð og gild. Í þessum Risk reporting kúrs er ég búin að læra svo mikið. Við erum með þrjá mismunandi kennara sem allir hafa unnið sem fréttaritarar í Afríku, álfunni sem alltaf gleymist. Það er svo ótrúlega mikið um átök og óréttlæti sem þar fer fram sem alþjóðasamfélagið veit ekki neitt um eða kýs að vita ekki neitt um. Starf fjölmiðlafólks er alveg ótrúlega mikilvægt!

Í gær horfðum við á heimildarmynd um James Nachtwey sem er stríðsljósmyndari. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna 2002 sem besta heimildarmyndin og er hrein snilld. Hún gæti meira að segja hafa breytt lífi mínu. Þið verðið barasta að sjá hana! Þið getið lesið hugrenningar mínar um James Nachtwey á weblog-i sem tengist kúrsinum. Þar getið þið líka lesið það sem krakkarnir í bekknum mínum eru að pæla. Endilega tékkið á því.

Nú er komin föstudagur. Tíminn líður sko hratt á gervihnattaöld. Bara hraðar sérhvern dag og jafnvel hraðar sérhvert kvöld. Stundum er ég undrandi yfir... nei, vá, rosalega er ég fyndin. Nei, alla vega, ég kem heim eftir hvorki meira né minna en tvo mánuði. Trúiði því?! Ég er búin að vera í baunalandinu í hálft ár. Hæólí sæjitt!

Í kvöld ætlum við krakkarnir niður í bæ. Þó ég sé búin að vera í Árósum í tvo og hálfan mánuð hef ég voða lítið verið að skoða næturlífið hér. Það hefur bara alltaf verið eitthvað í gangi í skólanum eða eitthvað svoleiðis. Í kvöld förum við í kaffihúsakrossferð! Wish me luck!

Engin ummæli: