Tree advices for you...
Það sem hefur haldið okkur gangandi hér í Tartu, the intellectual center of Estonia, er hann John, kennarinn okkar. Hann hefur engan húmor og talar fyndnustu ensku í heimi. Stundum á maður bágt með að halda niður í sér hlátrinum. Vinsæll brandari hjá okkur hefur verið. "Hello, my name is John and I have tree advices for. Nr. two follows nr. one and number two follows nr. tree." Eflaust finnst ykkur þetta ekkert fyndið en við höfum hlegið endalaust. Stundum tekur hann sig jafnvel til og býr bara til ný ensk orð. Svo sitjum við öll og horfum gapandi á hann.
Allavega... vildi bara segja ykkur frá þessu.
P.S. Frank Sinatra er ekki lengur nr. 1 hjá mér. Nú er það gömul Bollywood músík. Yndislegt alveg hreint!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli