Tartu, Tartu, terta
Halló, kids. Ég vil byrja á að segja að ég elska ykkur öll. Er búin að vera með allt of mikinn heimþrá þannig að kommentínóin ykkar halda mér gangandi. Þið eruð yndisleg.
Ég sit núna í kjallaranum í Háskólanum í Tartu. Það er mikil fúkkalykt hér og þungt loft en þetta verður móðurskipið þangað til við förum heim 19. september. Ég held að kennarinn okkar haldi að við séum vélmenni vegna þess að við erum á fullu allan daginn. Ég fór upp í rúm klukkan níu í gærkvöldi, alveg búin á því.
Það var fínt í Tallinn. Því miður gátum við ekki séð mikið af borginni vegna fyrrnefndar vélmennisdagskrár. Við fórum nú samt í Rigikogu þeirra Eista sem er þingið. Mjög spennó. Svo fórum við inn í fallegustu kirkju sem ég hef séð. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan. Gullfalleg, alveg hreint. Fyrir utan voru betlarar, gamlar konur í kápum með rósótta klúta á hausnum. Ég gaf þeim reyndar ekki pening... eyddi honum frekar í litlar, fallegar mósaíkmyndir sem voru til sölu inni í kirkjunni.
Núna er brjálað að gera. Gengur soldið illa að finna fókus á greinina sem ég er að skrifa. Er frekar pirruð á þessu og svo borða Eistar skrítinn mat þannig að ég er eiginlega ennþá svöng eftir vonda hádegismatinn sem ég fékk:-/
Engin ummæli:
Skrifa ummæli