Ég held það þurfi að aflima mig:-/
Ég var búin að skrifa heila romsu en ýtti svo á vitlausan takka og allt hvarf. Þetta var rosa spennó, ég sagði frá skólanum og skólalífinu. Frá moskítóbitinu á fætinum sem varð til þess að hann er tvöfaldur og að ég hef eytt allt of löngum tíma í að leita á netinu af sjúkdómum sem helvítis skordýrið ber með sér. Ég er búin að útiloka malaríu en er efins um margt annað. Kannski verður þetta bara seinasta blibbið mitt sem er í rauninni voða sorglegt, mestmegnis vegna þess að ég verð dauð en líka vegna þess að þetta er bara stytt útgáfa af því sem týndist áðan.
Alla vega, skólinn er brill en kennarinn okkar, járnfrúin Dr. Eva Arnvig, er að þræla okkur út. Fyrirlestrar og greinaskrif eru lykilorð vikunnar. Skrifaði grein í gær um Eyðni, SÞ og friðargæsluna. Ulf Kristofferson, framkvæmdastjóri UNAIDS á Norðurlöndunum kom til okkar og fræddi okkur um aðgerðir UNAIDS en þess má geta að Eva Arnvig hefur gert þó nokkrar heimildarmyndir, þ.á.m. eina um afleiðingar dvalar friðgæslunnar í Kambódíu. Sú mynd var eiginlega upphafið á þessum aðgerðum UNAIDS varðandi friðargæsluna en nú eru þeir fræddir um hættur HIV/AIDS. Mjög spennó en þetta var coffebreak version... nenni ekki meiru.
Föstudagur á morgun. Trúi því varla, tíminn líður svo hratt. Föstudagsbarinn í skólanum opnar á morgun kl. 14.15 og þá verður skundað þangað til að drekka úr sér þreytu vikunnar (einmitt!). Svo þarf ég bara að dunda mér við að pakka um helgina, flytja síðan á þriðjudaginn og fara til Kbh á miðvikudaginn. Vá, ég verð ennþá þreyttari við tilhugsunina. Svo förum við til Eistlands 8. sept og verðum þar þegar atkvæðagreiðslan um inngöngu í ESB fer fram. Spennó, pennó!!!
Þessi pistill var ekki eins ítarlegur og sá fyrri en ég læt hann duga. Bæjúhú!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli