9.8.2003

Draumadjobbið?

Ó, vá. Ég var að koma úr Superbrugsen og það var stelpa þar að kynna einhverjar bananavörur... og hún var banani! Stelpugreyið stóð þarna eins og fífl og skömmustufílingurinn skein úr augum hennar. Ég hef aldrei séð jafn fíflalegan búning. Ég vona að hún fái vel borgað. Þá fer hún kannski í bananastuð (banastuð).

Ég er að fara á ströndina. Það er steik. Ég er þunn. Meira um gærkvöldið seinna. Stikkorð: Bjór, bjór, bjór, vodka, bjór, bodega, pílukast, tvö bullseye!!

Engin ummæli: