Tilhlökkun
Ég er barasta farin að hlakka til. Ég talaði við eina bekkjarsystur mína á msn. Hún er frá Baskalandi og heitir Lorea. Hún verður komin til Árósa á föstudaginn og við ætlum að hittast á laugardaginn og gera eitthvað gaman saman. Vúííííí!!!
Við Ulla fórum í bíó í gærkvöldi á Igby Goes Down. Mjög góð mynd. Dökk mynd en samt falleg. Kieran Culkin er frábær í henni og Susan Sarandon líka. Þetta eru svo frábærir karakterar. Ryan Filippe er líka í henni en mér finnst hann bara alltaf eins, samt er hann voða sætur. Svo var tónlistin í myndinni alveg brill. Fór beinustu leið heim og dánlódaði soundtrackinu.
Síðasti vinnudagurinn var ljúfur. Kvaddi samt Dronning Annie-Marie Centret með sorg í hjarta og tár á kinn. Bla!!! Nei, ég brunaði sko á svarta fáknum frá elló eins og dauðinn sjálfur væri á eftir mér...
Í kvöld förum við í útíbíó í Öksnehallen (jebb, ég er alltaf í bíó!). Það er verið að sýna Wilbur begar selvmord. Við ætlum nokkur saman, sitja á teppi, drekka bjór og horfa á bíó. Nice!
Er að spá í að hrjóta smá núna. Bless í bilínós.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli