Ég er komin í sukkið aftur...
Já, mín bara hætt að vinna í skúringum og komin í nýja vinnu. Ég er fulltime róni! Ég þurfti auðvitað að fagna vinnulokum í gærkvöldi. Við fórum reyndar í útibíóið en það var svo troðið og stelpan sem sat fyrir framan mig var með stórt hár og njálg í ofanálag. Ég sá sem sagt ekki rassgat. Frekar pirrandi. Svo er líka soldið mikið óþægilegt að sitja í kremju á grjótharðri jörðinni. Við notuðum tækifærið þegar hléið kom að standa upp og stinga af. Brynja og Berglind fóru bara heim að sofa en ég ákvað að kíkja á Moose og hitta Tóta, vin stelpnanna. Það var sko Spánarveður inni á staðnum eins og öll önnur kvöld og enginn gluggi opinn. Ég skil ekki hvernig fólk getur verið í svona hita. Ég ákvað síðan bara að blekkja líkama minn og hugsaði um það hvað mér væri nú kalt. Virkaði ekki. Endaði bara með því að ég lét mig hafa það. Alla vega... skemmtilegt kvöld.
Í dag svaf ég út. Alveg til 1.30. Djöfull var það ljúft. Svo var það bara beinustu leið út á Íslandsbryggju að sóla sig. Ég er öll í bitum. Ég var bitin á hendinni, rétt fyrir neðan löngutöng, ökklanum, tvö í röð og á öxlinni. Ég bregst reyndar ekki svo illa við biti en ég hef séð nokkra sem bólgna allir upp og verða ógirnó. Nóg um það. Í kvöld er meira djamm og á morgun líka. Þá verður grillveisla hjá Ullu mér til heiðurs. Já, ég er sko merkileg kona!
Eníhú... Djöfull er The Beta Band fín hljómsveit. Fínt stöff;-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli