25.7.2003

Nakið hold... framhald

Nei, nei. Ekkert nakið hold í dag. Ég vil bara fanga athygli ykkar. Nú er Marta mín komin til Kamillu sinnar. Við tókum nú daginn rólega. Sóluðum okkur smá og bla bla bla. Á morgun er síðan ofurgellukvöld. Háir hælar og minipils (ekki alveg kannski en við verðum uberchicks). Við ætlum út að borða og síðan verður kokteilakvöld heima hjá mér. Það verður samt ekki kokteilakeppni enda hef ég afar slæma reynslu af þeim. Einu sinni var haldin kokteilakeppni heima hjá Petru og ég var einn margra keppenda. Ég byrjaði á að sulla einhverju í hristara, tók hann síðan upp og ætlaði að sýna "Tom Cruise í Cocktail" takta en það gekk ekki alveg sem skyldi. Lokið var víst eitthvað laust á þannig að það fór allt út um allt. Bleikur kokteill á hvíta teppinu hjá mömmu hennar Petru. Úpps. Ég fékk aðra tilraun vegna þess að kokteillinn var bara botnfylli. Og viti menn.. Það gerðist aftur. Þá var bara settur smekkur á mig og mér plantað út í horn með barnaglas og blöðru.

Takk fyrir allar kveðjurnar frá Íslandi, elskurnar. Gaman að vita að ykkur þykir enn vænt um mig. Ég vil ekki falla í gleymsku, síður en svo.

Nýr blibbari hefur bæst í hóp hinna útvöldu (hmmm...). Arnar Fells segir sögur. Tjékk it át.

Við ætlum í bíó. Igby goes down. Brynja er hjá okkur og situr hálfsofandi á sófanum. Hún svaf nebbla ekkert í nótt. Var barasta full í alla nótt og mætti síðan í vinnuna kl. 6 í morgun. Við fórum allar út í gærkvöldi. Partý hjá Anders og síðan Moose. Ég meikaði ekki hitann á Moose þannig að ég fór heim snemma. Það virðist samt alltaf vera þannig að þegar ég fer snemma heim fá stelpurnar aksjón. Þetta er í annað skiptið. Ég er greinilega aldrei á réttum stað á réttum tíma. Já, ég fór heim og þær sjénsuðust. Ég held því samt enn fram að ég sé sjúklega sæt og sjálfstæð kona. Deadly combination! Minn tími mun koma eða öllu heldur minn sjéns mun koma.

Elsku bestu mamma og pabbi. Takk fyrir mig. Ég elska ykkur af öllu hjarta!! Þið eruð best. Svo fáið þið smá pakka með Martínez þegar hún kemur heim.

Hey! Ég slysaðist inn á rokk.is um daginn. Þórhildur, Berglind og Tóti voru í heimsókn og haldiði að við höfum ekki bara rekist á eitthvað með Lubba Peace. The Main Man heitir lagið og er bara brilliant. Þið verðið að hlusta á það. Þetta er alla vega nýja uppáhalds lagið hennar Berglindar. Lagið er um pabba sem er auðvitað the main man, er og hefur alltaf verið það! Þeir syngja báðir feðgarnir og sánda svona vel saman. Mér finnst að það ætti að semja næst lag um mömmu. The Main Woman.

Engin ummæli: