Kirsuberjagarðurinn
Jæja, nú veit ég hvar ég mun búa í Árósum. Kirsebærhaven 65... fallegt nafn, ekki satt? Þetta er reyndar í Lystrup sem er smá spotta frá Árósum. Ég verð í svona 25 mínútur að hjóla í skólann. Það er bara fínt fyrir minn feita rass. Hann má nú alveg minnka aðeins...
Síðasti vinnudagurinn á morgun. Vúúúííííí! Oh, hvað verður ljúft að þurfa ALDREI að vakna svona snemma aftur nema þegar ég verð orðin bisnesskona og þarf að ná morgunfluginu til London eða eitthvað...
Helgin með Mörtu var æði. Það var svo gott að fá hana. Djömmuðum feitt á laugardagskvöldinu og komum ekki heim fyrr en klukkan 6 eftir vænan bita á Makkaranum (ekki til að minnka rassinn á mér:-/).
Ég er ekki alveg í blibbstuði núna en þetta var svona smá öppdeit á mínu lífi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli