Hólí mólí
Djöfull er heitt í Kaupmannahöfn núna! Var að koma úr grilli nema það að grillmaturinn var ég sjálf. Við stelpurnar fórum á Íslandsbryggju þar sem er búið að búa til nokkurs konar strönd. Þar var allt pakkað af misbrúnum kroppum að sóla sig. Við vorum þarna í fokkings 5 tíma! Enda er ég alveg grilluð í gegn. Þetta er nú kannski ekki alveg svo sniðugt hobbí þar sem sólargeislarnir eru stórhættulegir og brúnkan lekur hvort sem er af manni...
Helgin var hörkuvinna, bæði föstudags- og laugardagskvöld. Við Brynja fórum á Riesen og Ideal Bar á föstudag. Mjög gaman. Hitti Steffen og lét mig ekki hverfa í þetta skiptið... Á laugardagskvöldið ákváðum ég, Brynja og Ulla að fara á Vega. Það er svona huge klúbbur sem okkur langaði að sjá hvernig væri. Þetta var nú ekki alveg fyrir okkur en samt alveg gaman. Líka soldið ungt krád þó ég sé nú bara 24 ára gömul. Þegar við vorum við það að bráðna út hita ákváðum við bara að skella okkur heim. Lentum á leigubílsstjóra (já, við nenntum ekki á hjólunum. Er ekki alveg að virka fyrir hárið og bjútí meiköppið...) sem var með græjur djöfulsins. Hann gjörsamlega sprengdi í okkur hljóðhimnurnar en okkur fannst það bara voða stuð. Brynja fór út á Norreport en við héldum áleiðis á Sankt Hans Torv. Svo vorum við ekki alveg tilbúnar til að fara heim þannig að við ákváðum að tékka á Rust. Það kostaði 20 kr. þar inn og persónutöfrar okkar voru ekkert að gera fyrir stelpuna í miðasölunni. Við tímdum því ekki og héldum áfram á Funken. Það var prump. Endaði með að við fengum okkur bara pylsu sem var líka prump og horfðum á allt of marga karlmenn pissa á nærliggjandi hús og listaverk. Bölvaðir tippalingar!
Á sunnudaginn hittum við Dögg og Agnesi og dagurinn fór í að upplifa hið ljúfa líf. Matur, drykkur og sól. Lágum í Kongens Have og gullfallegu fótboltastrákarnir mínir voru þar til að stytta okkur stundir. Við vitum auðvitað ekkert um þessa gaura og í raun eru þeir out of our league... eða hvað. Samt er bara fínt að vita ekkert um þá. Aðdáun úr fjarlægð er bara fín. Þeir gætu nebbla allt eins verið einhverjir skíthælar en það munum við aldrei vita. Í okkar augum eru þeir hinir fullkomnu karlmenn, ekki bara útlitslega séð. Ú, beibí, beibí!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli