26.6.2003

Smá pása

Halló, halló! Er komin í smástund til Kbh. Addú er að koma og ég ákvað að sækja stúlkuna. Smá plús líka að komast í ljúfa sturtu. Veðrið er geggjað og hátíðin æðisleg. Á leiðinni heim í nótt mætti ég ungri dömu sem öskraði halló í átt að mér. Var þetta ekki bara Rósa María Óskarsdóttir og hennar heittelskaði Halli Valli. Þá voru þau nýkomin inn á svæðið, búin að kaupa miða á svörtu og enginn vissi að þau væru að koma. Þið getið rétt ímyndað ykkur viðbrögð mín. Hopp og skopp og hlátur og gleði. Þetta var fáránleg tilviljun! Einni mínútu síðar kemur Kristján Þór strollandi með sinni heittelskuðu (Spurning: Af hverju var ég ekki með heittelskuðum manni???). Við hoppuðum þarna nokkur saman, föðmuðumst og töluðum ofan í hvert annað. Yndislegt. Vantaði bara Guggu og Inga Þór til að fullkomna þetta. Það er sem sagt von á góðu. Halli Valli með gítarinn og Hlynur og þeir líka. Lovely! Er komin í stuttbuxur og hlírabol núna 'cause the sun shining!!!! Ciao!

Engin ummæli: