Lítil prinsessa í heiminn
Vala og Ingi Garðar eignuðust dóttur í gær. Himnasæla! Hún er víst með alveg eins hárgreiðslu og Ingi Garðar! Þá spyr ég bara, er hann með hárgreiðslu? Nei, djók. Ég óska nýbökuðum foreldrum innilega til hamingju. Hlakka bara til að sjá litla krílið þegar ég kem heim. Þá verður hún orðin rúmlega sex mánaða!
Ingi Þór kemur á morgun!!!!!!!!! Reyndar er drengurinn ekkert búinn að hafa samband við mig þannig að ég vona barasta að hann komi á morgun...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli