9.6.2003

Hundbleyti

Karnivalið var nú fyrir neðan allar hellur. Ulla lýsti því best. Fullt af fölum Dönum að hrista á sér appelsínuhúðaðan rassinn í von um að hita aðeins upp í sér blóðið. Reyndar er ég að ýkja hennar lýsingu örlítið en maður má víst ekki tala illa um Dani nema maður sé það sjálfur... það á auðvitað við um alla. Við fórum í Fælledparken þar sem karnival skrúðgangan átti að enda. Það rigndi af og til. Þegar droparnir byrjuðu að hrynja niður hlupu allir inn í nærliggjandi tjöld. Fyndin sjón. Við enduðum í tjaldi með einhvers konar eftirhermukeppni. Hópur unglinga, allir í búningum að mæma við Britney Spears og Justin Timberlake. Verst að það rigndi svo mikið að við urðum að vera í smá stund í tjaldinu. Það endaði með að Esben greyið sagðist ekki þola þetta lengur. Þá tróðum við okkur þrjú undir litlu regnhlífina mína. Reyndar gátum við ekki stoppað mjög lengi í Fælledparken vegna þess að við þurftum að fara á fund með Hróarskelduliðinu. Við ætluðum að hjóla en síðan var svo mikil rigning að við ákváðum að taka strætó. Fundurinn gekk rosa vel. Þetta verður æði. Við fáum bjórklippikort upp á 10 bjóra. Mat þegar við erum á vakt og last but not least sér klósett og sturtu. Allt sem snyrtipinninn Kamilla getur óskað sér. Svo er reyndar líka svona hang out pleis bara fyrir okkur þar sem maður getur aðeins slakað á og spjallað. Svo getur maður líka nýtt sér það að þekkja fólkið á barnum til að láta það geyma töskur og solleis fyrir sig. Þetta verður auðvitað hörð vinna og mikið að gera en þá er tíminn svo fljótur að líða. Vona bara svo innilega að ég verði ekki að vinna þegar eitthvað rosa skemmtilegt er... eins og Bonnie 'Prince' Billy, Queens of the stone age, Beth Gibbons, Cardigans, Massive Attack, Coldplay, Datsuns, Hellacopters, Kashmir, Raveonettes, Yo la tengo og svo miklu miklu meira. Ég geri mér reyndar fullkomlega grein fyrir því að ég á eftir að missa af einhverju af ofantöldu en ég verð bara að bíta í það súra epli.

Fórum á skrallið á laugardaginn. Fórum til vinkvenna Guðrúnar og Brynju á Íslandsbryggju og tókum 80's Syrpuna með stóru essi. Dönsuðum og dönsuðum með allt í botni þangað til nágranninn kom og öskraði á okkur. Úpps. Drifum okkur þá út og fórum á Nýhöfn sem var full af sigurglöðum og fullum Dönum eftir leikinn fyrr um daginn (Danmörk vann Noreg í fótbolta í fyrsta skiptið frá '92, spennandi...). Reyndar var eitthvað um sigurglaða Íslendinga eftir leikinn við nágranna okkar í Færeyjum. Var samt ekki alveg að meika stemmninguna þarna þannig að við Brynja drifum okkur á Ideal Bar. Seinna um kvöldið komu síðan Þórhildur og vinkonur hennar og þá voru fagnaðarfundir. Svo dönsuðum við og dönsuðum. Ég rakst síðan á Steffen. Ákvað að mér fyndist hann sjúklegur gæji en hætti svo við og lét Þórhildi þykjast vera ofurölvi til að ég gæti losnað frá barnum án þess tæknilega að vera að stinga af. Djöfull er ég ömurleg!!!!! En takk, Þórhildur mín. Meistaravel gert hjá þér! Oscar clip, alveg hreint!

Ég held að yndisfagur faðir minn sé að reyna að gera út af við okkur systkinin með sögum af mömmumat í kommentínóunum. Ég held að hann sé að refsa okkur fyrir að hafa yfirgefið þau in search of greener pastures... Langaði samt rosalega að vera hjá þeim í gær. Brunch hefði toppað daginn minn. Nóg um það. Ingi Þór kemur á föstudaginn. Ég verð að plana eitthvað skemmtilegt fyrir okkur að gera. Eftir að hafa sótt um styrk úr mömmusjóðnum gleður mig að tilkynna að við systkinin getum átt ljúfa daga saman án þess að þurfa að selja undan okkur dótið eða týna flöskur. Reyndar gæti ég trúað að það sé ýmislegt að fá í flöskubransanum. Held samt að ég muni seint kanna þann vettvang nánar...



Engin ummæli: