19.6.2003

Hilma strikes again

Jæja, annar dagur á elliheimilinu. Gekk allt rosa vel fyrir utan hana Hilmu. Ég hitti hana á ganginum og hún kallaði á mig. Sagði mér að ég mætti alveg fara og þrífa herbergið hennar. Lagði síðan höndina á öxlina á mér. Ég fann strax að hún var með soldið blautar hendur og dreif mig inn í herbergið hennar. Fattaði síðan að ég var með leifar af pissinu hennar Hilmu á öxlinni. Ekki nóg með það, heldur hafði Hilma bara tekið sig til og pissað yfir allt helvítis gólfið þannig að mín beið ófögur sjón. Ég skúraði pissið með æluna upp í koki og hlandlykt á öxlinni. Hljóp síðan niður og skipti um bol og reyndi að gleyma þessu. Já, ég gleymi einu. Ég var búin að segja ykkur að hún er vön að taka upp pilsið sitt og spyrja er þetta ekki sætt. Í dag var hún ekki í nærbuxum!!!! Ég er búin að ákveða það að lifa lengi og verða ekki elliær eins og hún Hilma. Þess vegna er ég hætt að reykja, drekka, borða nammi, drekka kók og ætla að byrja að hreyfa mig rosa rosa mikið. Hætt í makkaranum og hamborgarakóngnum. Nú eru það bara baunaspírur, tofú og sojakjöt. Nei, þetta er lygi. Ég ætla njóta alls til hins ítrasta! Éta, drekka og vera glöð! Ætla bara að reyna að gleyma "the pee incidence" frá því í dag...

Gleymdi að segja frá sunnudeginum mínum. Við, Ingi Þór, Ulla, Esben, Brynja Dögg, Kasper, Tommy og einhverjir fleiri fórum í Kristjaníu. Það var svona festival til að bjarga Kristjaníu. Bevar Christiania! Það mættu 20.000 manns í Stínu!! Spáið í því. Það var líka alveg troðið þarna. Hef aldrei séð svona marga labba um fríríkið fagra. Músík, jónur, bjór og ligeglad stemning.

Ég fór á frábæra mynd í gær. Dogville. Hún er án efa á topp tíu yfir bestu myndir sem ég hef séð. Lars Von Trier ráðskast með áhorfendur og gerir það svona líka vel. Frábærlega vel leikin og skrifuð. Þið barasta verðið að sjá hana. Hún fékk svo á mig að á tímabili gat ég varla verið þarna lengur. Langaði bara að standa upp og öskra á fólkið á hvíta tjaldinu, "Hvað er að ykkur?!" Hefndin er sæt en er hún fullnægjandi???

Engin ummæli: