18.6.2003

Hilma klikk...

Sit hér fyrir framan tölvuna á púða (vegna þess að hún er nánast á gólfinu. Snúran er svo stutt) og hlusta á Hail to the thief með Radiohead. Ég er með gæsahúð! I will er yndislegt lag. Ef þið hafið ekki heyrt það enn verðið þið að heyra það pronto! Ég er búin að vera að dánlóda músík af netinu eins og óð kona. Var í raun rétt að uppgötva þennan möguleika núna... Radiohead, The Doves, The Thrills, Interpol, The Roots, Grandaddy, The Dandy Warhols (voða vinsælt að heita the... eitthvað) og bara fullt fullt.

Ég er farin að venjast því að vakna svona snemma á morgnana. Ég vakna kl. 5.25 og hjóla svo í jobbið. Það tekur mig 15 mínútur. Ágætt að fá smá hreyfingu. Það er líka fínt að hjóla úr vinnunni. Fyrsta daginn minn tók ég strætó úr vinnunni og varð svo þreytt að ég gat varla labbað. Þegar ég hjóla er ég bara hress þegar ég kem heim. Núna ætla ég að segja smá frá vinnunni. Þetta er s.s. elliheimili og við þrífum vistarverur fólksins, allt frá því að þurrka af upp í að skrúbba klósett. Það er mjög mikið af spes fólki þarna. Til dæmis er ein sem heitir Hilma. Hún hatar alla, sérstaklega útlendinga, og öskrar og æpir og sýnir á sér nærbuxurnar. Í dag var ég að vinna á hennar deild og var alltaf að draga það að fara inn til hennar. Ég var að þrífa með íslenskri stelpu sem heitir Raggaló og við ákváðum bara að skella okkur á þetta. Við mættum Hilmu á ganginum og ég bauð henni góðan daginn með kúkinn í buxunum. Fyrst byrjaði hún með einhvern skæting og lyfti upp pilsinu sínu og sýndi mér hvar henni væri illt. Svo varð hún svona líka rosa hrifin af mér (Það eru greinilega allar heimsins Hilmur sem laðast að mér;-)). Vildi ekki einu sinni leyfa Rögguló að koma inn í herbergið og þrífa með mér. Vildi bara mig eina. Sagði mér að ég minnti hana á sjálfa sig þegar hún var ung. Ég hugsaði nú bara: Holy shit! Vonandi verð ég ekki svona kelling. Svo spurði hún mig hvort mér þætti steikt lifur góð og ég hristi höfuðið. Hún vildi líka vita hvað ég héldi að hún væri gömul. Ég vildi vera kurteis þannig að ég ákvað að segja ekki hundrað ára. 65? Nei. 70? Nei. 79? Nei, ég er sko ekki svo gömul. Úpps. Hún Hilma er að verða 75 ára þann 4. ágúst. Blessuð kerlingin. Já, það er mjög mikið af skrýtnu fólki á elliheimilinu mínu. Einn fer, held ég, aldrei í buxur og pissar bara á gólfið. Er ekkert að hafa fyrir því að staulast á klósettið. Út um allt eru svo úrklippur af berbrjósta konum til að lífga aðeins upp á umhverfið. Þetta allt er ég auðvitað að segja ykkur, kæru vinir, í fyllsta trúnaði... Hmmm...

Ég er að fara í bíó með Ullu, Esben og Dorte. Við ætlum að sjá Dogville. Vúíííííííí!!!

Sorry með alla neikvæðnina í gær, Brynja mín. Ég læt hana vera í framtíðinni. Til hamingju með útskriftina á laugardaginn kemur. Og þú líka, Gugga mín. I'm so proud!!!!

Blessidí bless!

Engin ummæli: