Sumarið kom í gær
Jebb, 20 stiga hiti og ekki ský á lofti. Það hlaut að koma að þessu. Lágum í Kongens Have í allan gærdag og sóluðum okkur. Ég sólaði mig reyndar aðeins of mikið og er þ.a.l. brennd á bakinu:-/ Síðan var hópur gullfallegra karlmanna að spila fótbolta fyrir framan okkur þannig að við vorum þarna í ca. 5 tíma...
Það er sól aftur í dag þannig að ég ætla út. Ég og Martin gerðum voða fínt bréf með mynd á sem ég ætla að dreifa á staðina í dag. Vonandi gengur það eitthvað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli