7.5.2003

Gaman gaman

Ske og Apparat munu spila í Stengade 30 í lok mánaðarins. Það skemmtilega við þetta er að Stengade er gata við hliðina á Griffenfeldsgade. Stengade 30 er yfirleitt svona staður þar sem pönkararnir hanga á (þetta er þeirra hverfi) en ég ætla að láta slag standa og skella mér á tónleika með þessum fínu íslensku böndum þann 29. maí. Það er einmitt merkilega mikið af pönkurum hérna. Sá einn í gær sem var með stærsta eyrnalokk sem ég hef augum litið. Svo er líka voða mikið af hallærislegum hárgreiðslustofum í hverfinu mínu. Ég verð eiginlega bara að taka myndir af þeim til minningar. Labbaði fram hjá einni í gær sem var vægast sagt lummó. Í glugganum voru marglitar ljósaseríur, svona slöngudót og loftið var klætt álpappír. Ég myndi aldrei, fyrir mitt litla líf, leyfa neinum á þessari stofu að koma við, hvað þá klippa, hárið mitt...

Engin ummæli: