
Þessi mynd hefur alltaf vakið mikla katínu hjá mér og mínum þannig að ég set hana bara aftur inn... svona bara ef þið voruð búin að gleyma hvernig ég lít út. Ég verð nú að segja að ég sakna þessara buxna soldið. Mjög fallegar. Ég hefði meira að segja getað slegið tvær flugur í einu höggi og notað þær líka sem tjald á Hróarskeldu... Talandi um Hróaskeldu. Fékk einmitt bréf í gær frá gaurunum sem ég verð að vinna fyrir og þetta hljómar mjög vel!
Jæja, ég ætla að þrífa af mér skítinn. Ég er nebbla að fara á stefnumót i aften... Hmmmm... spennó, ekki satt?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli