Ég er að spá í að fá mér nýja Birgittu Haukdal veggfóðrið. Hún er hvort sem er alls staðar, alveg eins gott að hafa hana plasteraða á svefnherbergisveggjunum mínum. Rís, með Birgittu í bíó, Írafár, pepsi listinn, Eurovision, rokkað í fermingarveislunni þinni... Bloody everywhere! Þetta er voða sæt stelpa og virðist vera voða góð en fyrr má nú aldeilis fyrr vera...
Ég tók fermingarveislurnar með stæl í dag. 2 stykki. Át yfir mig og líður hálf illa núna. Fékk samt nýja diskinn með Bonnie prince billy í gær þannig að hann hjálpar mér í gegnum ofátið.
Hitti Guggu, Öldu (velkomin heim, elskan!!), Helgu og Petru í gærkvöldi. Það var ljúft. Hlógum og kjöftuðum saman og rifjuðum upp gamla sem nýja tíma.
Ég ætla að selja sálu mína í Kolaportinu næstu helgi. Reyndar ekki alveg sálu mína en fullt af drasli sem tengist minningum sálarinnar (Man sálin á annað borð...?). Ég verð þar á laugardaginn. Endilega komið og gerið þrusugóð kaup. Fullt af skemmtulegu dótaríi og fínum fötum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli