Fermingarafmælið var víst aðeins meira brutal en mig minnti. Þar sem ég bý í Reykjavík eru kjaftasögurnar aðeins lengur á leiðinni til mín. Það var eitthvað brotið og bramlað eins og stólar, hurð og klósettseta og mér sem fannst allir vera að skemmta sér svo fallega. Svo lentu nokkrar meyjar af árgerð '79 illa í því þegar þær voru að labba heim. Þær mættu manni í strigaskóm og með skíðagleraugu... einum fata!!! Þessum sækó gaur fannst síðan voða gaman að hlaupa á eftir þeim og sýna á sér sprellann. Mjög smekklegt. Það var kallað á lögguna en þar sem árshátíð löggunnar í Kef var í fullum gangi var löggan úr Rvk að leysa af og rataði víst ekkert um ekkert þannig að flassarinn slapp... Frekar absúrd. Reyndar hef ég ekki þessa vitneskju af fyrstu hendi þannig að hún gæti verið eitthvað brengluð.
Ég og Anna erum að fara í stúdíó á laugardaginn að taka upp þáttinn okkar. Hann kallast 15 mínútna frægð og markmiðið með honum er að koma tónlistarfólki á framfæri. Fyrstu gestir þáttarins verða Tokyo Megaplex en við ætlum að spila tvö lög með þeim og taka síðan viðtal við Sigga, einn meðlim hljómsveitarinnar. Svo ætlum við inn á milli að skjóta inn góðum ráðum fyrir fólk sem er að reyna að meika'ða. Voða spennó!
Hvernig stendur á því að ég fæ fokking 10.000 kr símreikning?????!!!!! Reyndar bæði fyrir heimasíma og gsm en fyrr má nú aldeilis fyrr vera!! Nú er ég komin í símastraff þannig að ekki taka það nærri ykkur ef ég hætti að hringja. Hringið bara frekar í mig...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli