24.3.2003

...Slá í gegn, slá í gegn, þú veist ég þrái að slá í gegn...

Ég er upprennandi útvarpsstjarna. Ég og Anna fórum á kostum í stúdíó 4 hjá RÚV á laugardaginn. Við tókum upp 20 mínútna þátt á 50 mínútum og það er víst mjög professional;-) Svo erum við líka með svo fínar útvarpsraddir segir kennarinn þannig að við erum alveg að meika það. Svo er bara spurning um að selja þáttinn og koma sér á framfæri. Vonandi gengur það.

Ég eyddi deginum á haugunum, já, ruslahaugunum. Ég þurfti að tæma geymsluna mína og fór tvær ferðir á haugana í brjáluði veðri. Ég stóð þarna að flokka rusl með haglélið dynjandi á mér, ekta stingupillur eins og litla barnið í mér kallar haglél. En nú er geymslan mín laus við allt rusl og bráðum get ég farið að troðfylla hana með búslóðinni minni. Eina sem ég ætla að taka með mér út eru föt, nokkrar bækur og myndir af mínum nánustu en nú er rúmur mánuður þangað til ég fer, vííííí!

Anna, Brynja og Dögg komu til mín í kaffi í dag. Þær fóru í bakaríið og keyptu gúmmelaði og svo sátum við og kjöftuðum og rifjuðu upp helstu atburði helgarinnar sem leið. Mín helgi var nokkurn veginn svona:
Föstudagur: Kamilla sófaklessa horfði á Monsoon Wedding og fór einstaklega snemma að sofa miðað við föstudagskvöld. Mjög ljúft.
Laugardagur: Hitti Önnu um klukkan 10.30 á Gráa kettinum og við gerðum handritið fyrir þáttinn okkar sem heitir fimmtán mínútna frægð. Klukkan 12.55 tókum við strætó upp í sjónvarpshús en komumst síðan ekki í stúdíó fyrr en klukkan 15.10. Þá mössuðum við þáttinn og fórum síðan í Kringluna með Frey. Við ákváðum að fagna útvarpssigri okkar með því að elda góðan mat þannig að við keyptum Kjúlíus og Kjúlfar á einstöku tilboði. Svo elduðu Freyr og Anna dýrindis rósmarín sítrónukjúkling fyrir mig. Brynju og Dögg. Reyndar borðuðum við ekki fyrr en klukkan 22.30 en það kom ekki að sök því maturinn var stórkostlegur. Ég fæ vatn í munninn við að hugsa um hann. Síðan lá leið okkar í miðbæ Reykjavíkur þar sem við skemmtum okkur fram undir morgun. Mjög ljúft.
Sunnudagur Var ekki alveg að meika þynnkuna þannig að ég svaf mest allan daginn. Móðir mín kær og faðir minn fagur sóttu mig í Reykjavík og ég fór með þeim til Keflavíkur. Hitti Guggu, Thelmu, Særúnu, Brynju og Petru á kaffihúsi í Kef og átti með þeim ljúfar stundir eins og alltaf. Fór að sofa klukkan 22.30, búin á því...

Current:
Ég fór með Önnu á the Hours áðan. Ég hef ekki séð svona áhrifamikla mynd í langan tíma. Hún fær mann til að íhuga líf sitt og hvers virði það er. Ætla að íhuga líf mitt frekar...


Engin ummæli: