19.11.2002

Ég varð ótrúlega ánægð að vera stödd á Íslandi áðan þegar ég labbaði á bókhlöðuna. Esjan var ekkert smá flott og allt í einu fannst mér ég ekki kunna að meta landið mitt nógu vel. Ulla sagði nefnilega við mig um daginn að henni fyndist svo magnað að vera í stórborg og samt geta séð sjóinn og fjöll í kring. Ég get alveg trúað því að þetta sé svaka upplifun fyrir hana þar sem hæsta „fjallið“ í Danmörku er 2 metrar eða eitthvað álíka. Þannig að núna er ég rosalega stolt af fallega landinu mínu!

Ég er að fara í Mandela klúbbinn í kvöld. Reyndar er þetta bara smá angi af honum en ég, Erla, Rún, Elva og Fanney ætlum allar að borða saman í kvöld. Rún ætlar að elda ofan í okkur dýrindispizzur og svo verður kjaftað fram á kvöld um mannfræðikenningar og kannski eitthvað smá um strákamál og svoleiðis ef það kemst að;-)

Engin ummæli: