20.11.2002

Ég átti frábært kvöld með mannfræðivinkonum mínum í gær. Við hittumst allar heima hjá Rún og borðuðum heimabakaða pizzu. Við átum auðvitað á okkur gat en pizzurnar voru svaka góðar og það var endalaust af áleggi á þeim. Svo sátum við og kjöftuðum fram á kvöld. Ótrúlega næs. Takk aftur, stelpur mínar. Þið eruð svo skemmtilegar og klárar og fallegar og frábærar og heppnar og lala og lílí...

Fór í mjög skemmtilegan tíma í blaðamennsku í morgun. Þetta var síðasti tími vetrarins en Guðbjörg, kennarinn okkar, er að fara að giftast Hilmari, ástinni í lífi hennar, á laugardaginn. Þar sem við erum svo góður bekkur ákváðum við að gera eitthvað fyrir Guðbjörgu í tilefni brúðkaupsins. Við keyptum kampavín handa brúðhjónunum og svo bakaði Dögg súkkulaðiköku sem við gæddum okkur á í morgun. Rosa súkkulaðibomba frá Betty Crocker í formi jólatrés og með m&m jólaskrauti:-) Ég verð nú samt að viðurkenna að það var svolítið erfitt að borða svona súkkulaðisprengju fyrir hádegi, held ég endurtaki ekki þann leik í bráð.

Ótrúlegar fréttir!! Melina McNeilly Campbell er að koma til Íslands í desember. Týndi skiptineminn sem ég hef ekki séð síðan '98!! Ekkert smá spennandi. Fékk e-mail frá henni áðan þar sem hún sagði mér frá þessu og spurði hvort ég vildi ekki „djamma like in the old days.“ Það verður frábært að hitta hana. Reyndar gæti hún ekki komið á verri tíma (5. - 9. des.) en ég verð á fullu í próflestri og að vinna í bíóinu þá helgi. Ég var einmitt að spá í því áðan hvernig hún líti út í dag. Guð, hvað ég hlakka til að sjá hana!! Þetta verður æði.
Smá upplýsingar fyrir þá sem vita ekki hver Melina er: Hún var skiptinemi í FS veturinn '97-'98 og við vinkonurnar tókum hana að okkur enda er hún alveg frábær stelpa. Hún er nýbúin að klára B.A. í einhverju arty dóti (man ekki alveg:-/) frá Wooster, Ohio. Dökkhærð með krullur, rosa sæt. Ég man að hún saumaði nánst allt sem hún gekk í sjálf og var alltaf að föndra eitthvað. Ég hef síðan verið international friend fyrir vinkonur hennar sem hafa komið til Íslands. Ein þeirra fékk að gista hjá mér og hin bauð mér til Færeyja á einkaflugvél en ég fokkings komst ekki vegna þess að ég þurfti að vinna hjá Flugleiðum aka Hundleiðum...Ekkert smá svekkelsi það!!!

Engin ummæli: