4.11.2002
Ég held að fjölskyldan mín sé að smitast af þessu jólaæði sem kaupmenn landsins þjást af. Mamma er strax farin að spá í jólamatnum! Síðustu jól borðuðum við hamborgarhrygg og fjölskyldan drapst næstum. Saltað og reykt kjöt er of mikið fyrir okkur. Ég man bara að Ingi Þór lá á gólfinu og stundi og við vorum alveg búin á því kl. 10 eða eitthvað. Svona sena er auðvitað ekki eftirsóknarverð þannig að mamma stakk upp á að við hefðum bara kalkún í matinn. Ég og pabbi erum alveg meira en til í það enda langar okkur að lifa eftir aðfangadag. Svo er það herra lá-á-gólfinu-seinustu-jól, hann er barasta ekkert til í kalkún. Kallar þetta meira að segja kjúkling og segir að allt fuglakjöt sé eins. Ég segi samt þrír á móti einum. Drengurinn verður bara að lúffa. Hvað finnst ykkur? Ef ég kynni að gera svona könnum myndi ég gera könnun sem héti: Hvað á að vera í matinn á Vallargötu 22 á jólunum? Það verður framhald af þessu fjölskyldudrama:-)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli