11.11.2002

Ó, djísus. Ég fór aftur á djammið á laugardaginn. Er með heimsins stærsta samviskubit. Reyndar var alveg ótrúlega gaman. Fór og hitti Krissa, Óla Frey og Jón Heiðar á Tapas. Ég er alltaf eftirsótt á svona karlakvöld;-) Haha. Fór reyndar ekki að hitta strákana fyrr en um miðnætti og þá voru Krissi og Óli svo fullir að þeir þurftu að fara í vatnið. Jón Heiðar kom seinna og ég og hann vorum ekki eins skrautleg og þeir fullu. Síðan komu Ósk og Áslaug frá ársfundi Kvenfélagsins Stjörnunnar (mig minnir að félagið heitir það). Þær voru með bleikar grifflur og nafnspjald sem minnti á kosningaáróður stjórnmálaflokkanna. Þær voru alveg jafn fullar og Krissi og Óli og þau ákváðu öll að fá sér bara kaffi til að hressa sig aðeins við. Svo skelltum við okkur á Hverfisbarinn þar sem Kvenfélagið Stjarnan var með hópdans. Mjög fyndið. Ég nennti eiginlega ekki að vera á Hverfisbarnum þannig að ég, Rún, Björk og Þóra fórum á Næsta Bar í stuðið þar:-/ Ég mun aldrei leggja blessun mína yfir stað þar sem ekki er spiluð nein tónlist. Mér finnst það bara ekki passa. Á Næsta Bar sagði Rún mér að ég væri fyndnasta manneskja í heimi og að ég yrði að koma í Kvenfélagið Stjörnuna. Ég varð svo uppi með mér að ég varð bara að fara heim og kvaddi kvenfélagspíurnar skælandi. Á leiðinni heim hitti ég hins vegar Addú og vinkonu hennar og ákvað að skella mér með þeim á Kaffibarinn. Það var rosa gaman. Hitti fullt af fólki sem ég hef ekki séð lengi. Þegar klukkan var orðin 5 var ég orðin svolítið þreytt og ákvað því að skella mér heim og í það skiptið tókst það. Svo dreymdi mig bara endalaust um skólann og eitthvað svoleiðis vesen. Sunnudagurinn fór í að horfa á alla dagskránna á Skjá einum eða þar til ég þurfti að fara að vinna í bíóinu. Ble, ble, ble...

Engin ummæli: