28.10.2002

Mig dreymdi rosalega mikið brauð um helgina. Skrýtið!! Maja vinkona kom til mín með fullt af brauði sem hún sagði að væri gjöf frá mömmu sinni til mín. Þetta voru alls konar gerðir af brauði og ég man bara eftir að hafa hugsað: Hvernig á ég að borða þetta allt saman?! Það er ekki neitt pláss í frystinum hjá mér. Venjulega man ég ekki drauma en þennan man ég svona líka vel. Ætli þetta þýði eitthvað eða er þetta bara kjaftæði?

Engin ummæli: