23.10.2002

Jæja, fór að vinna á DV í dag. Þetta er liður í náminu mínu, hagnýtri fjölmiðlun, og ég eyddi deginum þar. Ég fékk m.a.s. að skrifa nokkrar fréttir, voða spennó. DV er mjög líbó vinnustaður. Ég veit samt ekki alveg hvort ég gæti unnið þar eða á nokkru dagblaði. Ég held að þetta sé mjög stressmikið starf. Alltaf deadline og nauðsynlegt að fylla blaðið. Svo er líka alltaf svo mikið neikvætt og ljótt í fréttunum að ég yrði bara þunglynd á endanum og væntanlega með vöðvabólgu dauðans í þokkabót! Nú er ég í Kef. að slaka á hjá múttu. Var að taka viðtal við konu sem bjó í S-Afríku '91 um aðskilnaðarstefnuna. Alveg rosalegt! Það er bara rúm 10 ár síðan hún bjó þarna en sögurnar eru ótrúlegar. Maður trúir ekki hversu kynþáttamisrétti var/er útbreitt.

Engin ummæli: