31.10.2002

Af einhverjun óútskýranlegum ástæðum er VH1 óruglað heima, mér til mikillar ánægju. Ég horfði á heimildarþátt um Bob Marley í gærkvöldi. Ekki vissi ég að hann hefði dáið úr krabbameini sem byrjaði í tánni. Vissuð þið það? Ég ætla samt að segja ykkur frá því. Þannig er mál með vexti að hann Bob var að spila fótbolta með einhverjum Þjóðverjum og var ekki í nógu góðum skóm. Einn Þjóðverjanna sparkaði óvart í hann og þannig rifnaði upp tánögl eða eitthvað álíka. Svo fór hann ekkert til læknis langalengi þangað til sárið var virkilega farið að angra hann og vildi ekki gróa. Þá var bara kominn einhvers konar húðkrabbi í tánna. Honum var ráðlagt að láta taka tánna af en samkvæmt Rastafari trúnni sem hann aðhylltist var bannað að skerða nokkuð af líkamanum (útskýrir massívu dreddana) og hann tók það ekki mál. Stuttu seinna ákvað hann þó að fara í minniháttar aðgerð til að fixa þetta og allt gekk vel. Svo gleymdi hann þessu bara og hélt áfram að djamma og búa til músík. Þremur árum seinna, nánar tiltekið í maí '81, hneig hann svo niður í Central Park í N.Y.C. Þá var krabbameinið búið að breiðast út í lungun og heilann og hann dó stuttu seinna:-( Finnst ykkur þetta ekki sorglegt? Snillingurinn var bara 36 ára gamall og enn að springa úr músíkgáfu. Gugga sagði líka svekkt: Af hverju drullaðist hann bara ekki til að láta taka af sér tánna?!

Engin ummæli: