8.5.2008

Vitiði hvað ég elska?

Að keyra Reykjanesbrautina með allt í botni og syngja með. Þar sem ég er nú fædd og uppalin í Keflavík hef ég í ófá skipti keyrt þennan veg. Í kvöld var það yndislegt. Klukkan var 22.30, sólin rétt að setjast og allt svo fallegt. Ég held barasta að ég sé að verða ástfangin af Íslandi á ný. Svo ástfangin að ég hreinlega blibba á íslensku.

Engin ummæli: