Halló. Nú nenni ég næstum að blibba þannig að það er best að drífa það af. Illu er best af lokið. Nei djók! Elska blibbið mitt og elska enn meira ykkur sem lesið. Mest elska ég þó ykkur sem kommentið!
Þriðju skólavikunni minni lauk á föstudaginn. Þetta er búið að vera æðislegt. Við kynntumst líka skólastjóranum okkar í vikunni. Það var skemmtilegt. Hann kom inn í stofuna og átti að eyða þremur tímum með okkur. Hann byrjaði á því að segja að hann ætlaði sko ekki að sitja og tala um sjálfan sig í þrjá tíma. Frekar vildi hann vita að hverju við gætum komist um hann á þremur tímum. Við fengum s.s. rannsóknarverkefni og það var að allur bekkurinn átti að fara heim til hans og lítast um. Við erum að tala um það að þetta var hardcore innrás á heimili mannsins. Við máttum skoða allt, ofan í skúffur og inn í skápa, ruslið hans og óhreina tauið. Við fengum 40 mínútur og þær voru sko nýttar vel. Okkur var skipt í hópa og síðan hélt hver hópur kynningu á því hver Uffe Elbæk er. Ótrúlega skemmtilegt.
Á morgun förum við að vinna í verkefni. Verkefnið er leyndarmál og við fáum ekki að vita hvað það er fyrr en á morgun. Spennó.
Helgin var góð. Okkur Diljá var boðið upp í sveit. Þar hittist íslenska kaosfjölskyldan, þ.e. íslensku krakkarnir í Kaospilot þau Guðni, Frímann, Eva Rún, Diljá og yours truly. Sveitin var eiginlega ekki sveit en það tók okkur samt 20 mínútur að komast þangað með strætó. Frímann var síðan búin að skreyta íbúðina með bleikum borða og þemað var óður til kvenleikans. Við sátum þar í góðu yfirlæti og tókum síðan leigubíl niður í bæ. Nema það að leigubíllinn var lítil rúta. Hahaha. Diljá og Eva fóru snemma heim en ég, Guðni og Frímann héldum áfram langt fram á nótt. Peter, hinn sænski úr Team 12, bættist í hópinn og leiðin lá á opnun nýs hommabars hér í Árósum. Ég var nefnilega eina gagnkynhneigða manneskjan í þessum fríða flokki og fékk þess vegna litlu um ráðið. En það var ofsalega gaman. Ég verð hreinlega að hommast oftar. Við eyddum þó ekki öllu kvöldinu á hommabarnum heldur fórum líka í Turbinehallen á eitthvað dj dæmi. Þar hittum við helling af yndislegum skólafélögum okkar og dönsuðum frá okkur allt vit.
Á laugardaginn átti ég síðan lengsta deit í heimi með honum Peter mínum. Við fengum okkur kínverskan mat, ís, horfðum á Charlie and the Chocolate Factory, fengum okkur síðan pítu og spiluðum pool við nokkra úr bekknum. Einkar ljúft.
Ég er síðan búin að setja inn nokkra nýja tengla. Elsku Ingi Þór er byrjaður að blogga aftur og það á jive-ísku. Ultra cool hjá elskunni minni. Svo setti ég líka link á skólann minn ef ykkur langar til að lesa meira um hann.

Frímann og Kamill

Dilla og Milla

Peter, Guðni og Frímann

Eva Rún
Engin ummæli:
Skrifa ummæli