21.9.2005

Hnignandi blibbveldi

Undanfarna daga hef ég verið veik. Byrjaði allt saman með ælupest á sunnudagsnóttina og ég get sko sagt ykkur það að salthnetur munu aldrei aftur fara inn fyrir mínar fögru varir. Það er nefnilega ógeð að æla þeim. Lán í óláni var þó að ég smitaði Diljá (eða öfugt) þannig að við vorum alla vega tvær saman í þennan tíma, með ælufötuna á milli okkar. Fyrir vikið missti ég af ótrúlega skemmtilegu stuttmyndaverkefni sem bekkurinn minn er búin að vera að vinna að síðustu daga. Og nú að mergi málsins. Mér finnst blibbið mitt orðið leiðinlegt, þ.e. mér finnst ég leiðinlegur penni. Í iðjuleysi mínu áðan byrjaði ég nefnilega að lesa gamlar blibbfærslur og man, oh man, hvað ég var fyndin og skemmtileg. Einhvern veginn hef ég tapað þessum hæfileika, að láta hversdagslega hluti hljóma fyndna og spennandi. En batnandi mönnum er best að lifa þannig að ég ætla að reyna að endurvekja skemmtilegheit blibbsins. Reyna að finna my inner funny person og taka þetta með stæl. Hvernig líst ykkur á?

Þegar ég vaknaði í morgun sá ég svolítið á skrifborðinu mínu. Veit ekki hvaðan það kom en grunar að Diljá eigi hlut í máli. Það var ekkert annað en Séð og Heyrt nr. 35. Vikan 1-7 september. Forsíðu"fréttin" er um ný músíkölsk pör og gvöð menn góður. Litla hobbittapæjan úr Nælon er komin með fullorðinn mann upp á arminn (17 árum eldri en hún) og þetta lítur allt saman bara eitthvað svo öfugsnúið út. Ekki nóg með að hún sé sjö hausum lægri en hann að þá bara fúnkerar þetta ekki. Ok, ástin spyr hvorki um stétt né stöðu, né aldur, né skilríki... en þetta er bara svo fyndið. Þau eru fyndnasta par ever. Fyndnari en Liza Minelli og gaurinn þarna sem hún giftist og skildi síðan við. Fyndnari en Whitney Houston og Bobby Brown. En ég óska þeim alls hins besta.

Jæja, Dillan mín er komin heim. Pís át, my peeps.

Engin ummæli: