Kamilla Stairmaster 2005
Ég er flutt út úr íbúðinni minni. Sit hér á SéstVallargötu 22 og hef áhyggjur á því hvernig í fjandanum ég eigi að komast með allt sem ég er búin að pakka til Danmerkur án þess að borga yfirvigt. Einhverjar hugmyndir?
Ég er búin að labba um hundrað ferðir frá 1. hæð upp á þá fimmtu með kassa í hönd. Rassinn orðinn einstaklega stinnur. Hugsa að mig dreymi stigann á Hringbrautinni í nótt. Fólk sem vinnur í loðnuvertíð dreymir loðnu, mig dreymir stiga.
Jæja, ég er þreytt. Get varla hugsað, hvað þá blibbað.
Ást og friður.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli