1.11.2004

Mánudagur til slæðu

Howdy! Mánudagur kominn, oh hvað er gaman að vera strætóandi á svona blíðviðrisdögum. Ble.

Helgin var fín. Fór í hattapartý hjá LHÍ með Ragnheiði og Ragga á föstudaginn. Það var mjög gaman. Við Ragnheiður vorum með fína stelpuhatta úr Tiger sem voru aðeins of litlir fyrir okkar stóru hausu og Raggi var með sólhatt... í töfluformi. Híhíhí. Endaði í megasukki á Kaffibarnum að venju.

Fyrripartur laugardagsins er í móðu þar sem ég þjáðist af þynnku á háu stigi. Um kvöldmatarleytið dreif ég mig í sturtu þar sem ég átti að vera mætt í Borgarleikhúsið að dreifa leikhúsmiðum til um 50 sjálfboðaliða Rauða krossins. Það gekk vel og svo hófst leikritið. Geitin. Fjallar um mann sem verður ástfanginn af geit. Leikritið var reyndar fínt og vel leikið (sérstaklega af Eggerti Þorleifssyni, gerir þetta af áreynslulausri snilld annað en sumir (lestist, flestir) íslenskir leikarar.) en ég var allan tímann að hugsa um menningarsjokkið sem margir sjálfboðaliðanna voru að fá en meðalaldur í hópnum þetta kvöldið var líklega um 70 ár. Alltaf þegar ég heyrði orðið geitarriðill (sem var ansi oft) hugsaði ég með mér: ó, nei, nú fær einhver hjartaáfall. Það endaði með því að nokkrir löbbuðu út í hléi og ég andaði léttar eftir hlé þar sem meðalaldur hafði lækkað. Eftir leikritið fórum við Þórir (en ég var svo góð að bjóða þessari elsku með mér.) heim til hans og héldum áfram að mygla úr þynnku. Stoppuðum fyrir utan Kaffibarinn og veltum því fyrir okkur hvort við ættum að hætta okkur inn, eins viðkvæm og við vorum. Það endaði með því að við stauluðumst heim og kýldum koddann en þó með það á bak við eyrað að við gætum nú verið að missa af eitthverju (Guð, hvenær kemst ég eiginlega yfir þá tilfinningu?! It will be the death of me!) Komst síðan að því daginn eftir að ég hefði betur átt að vera á Kaffibarnum. En það kemur víst helgi eftir þessa helgi, ekki satt?

Ég festi kaup á nýja Interpol disknum í gær og djöfull er hann góður!!!!!!!!! Er einmitt að hlusta á hann núna. Diskurinn er ólíkur þeim fyrri, Turn on the bright lights, en mér finnst alltaf gott þegar bönd eru í sífelldri endursköpun. Ég sá einmitt Interpol á Hróarskeldu í fyrra og man, oh, man hvað þeir voru frábærir. Mjög þétt tónleikaband. Mæli með þeim!!!

Getraunin. Hvað lag? Hvaða flytjandi?

The glove compartment is inaccurately named,
And everybody knows it.

Engin ummæli: