19.11.2004

Einlæg með eindæmum

Ég fór á fráhábæra útgáfutónleika með Mugison í gærkveldi. Man oh man hvað þessi maður er hæfileikaríkur tónlistarmaður og frábær á sviði. Nasa(ret) var troðið og frábær stemning. Ég verð síðan að minnast á hjálparkokka Mugison, kærustuna hans, Rúnu, og Pétur. Jafn einlægan hóp af Íslendingum hef sjaldan séð á sviði og mér finnst að performarar Íslands ættu allir að taka sér þau til fyrirmyndar. Það er einhvern veginn svo miklu skemmtilegra að horfa á listamenn opna sig á sviðinu í stað að berjast við að halda kúlinu. Alveg hreint magnað stöff hjá Mugison. Keypti mér síðan nýja diskinn að tónleikunum loknum á einungis 1500 krónur og sé mest eftir því að hafa ekki keypt gamla diskinn líka.

Eftir tvo flöskubjóra var Kamilla kettlingur alveg í essinu sínu. Kjaftaði Þóri og Sigurd í kaf og var mega motormouth eins og ég á stundum til. Gugga var heppin en hún fór strax heim eftir tónleikana, ég hefði betur átt að gera það sama. Nei, nei, ég er svo skemmtileg og hef frá svo mörgu skemmtilegu að segja... vona ég;-)

Getraunin er pínku erfið núna, held ég. Held meira að segja að Marta geti ekki googlað í þetta skiptið;-) Þess vegna fylgir smá vísbending. Hljómsveit þessi er ný af nálinni en virðist það ekki við fyrstu hlustun. Já, þetta er fín vísbending. Tek það fram að þetta er ekki hljómsveitin Kamilla. Híhíhí.

I would like just one glass of water
And I would like to dance with you daughter

Jæja, kids. Partý hjá Þóri mínum í kvöld. Sjáumst á baharnum. Yee ha! Hey, og ég er að fara að skrifa undir kaupsamninginn á eftir þannig að þið verðið öll að bjóða mér í glas, íbúðarglas! Peace out!

Engin ummæli: