Kam-bay.com
Það fylgir því ákveðin hreinsun að losa sig við dót og ryk og svoleiðis. Mér líður alltaf voða vel þegar ég í hreinu húsi, sef með hreint sængurver og nú síðast þegar ég sel föt á netinu. Gugga sagði mig bissnesskonu og kallaði blibbið mitt hið nýja e-bay eða kam-bay eins og hún kaus að kalla það. Verst að ég tími ekki að selja meira:-/ Ég er svoddan safnari í mér og finnst ekki margt vera drasl (Ekki það að nokkurn tímann yrði selt drasl á kam-bay. Þar skilur á með kam-bay og e-bay!). Sem betur fer bý ég í 80m2 íbúð og er með geymslu í kjallaranum. Fór einmitt í Góða hirðinn í gær með yndisfagurri móður minni og keypti mér sex forláta skálar. Skálarnar eru mjög fallegar með fjólubláum blómum og gullrönd. Og kostuðu bara 100 kr. stykkið!! Bloody marv!
Annars hef ég verið að hlusta á nýjan disk sem mér barst frá tónlistarmekkunni Manchester. Hann heitir Free the bees og er með hinni frábæru hljómsveit the Bees. Þetta er alveg æðislegur diskur og gæti alveg verið 30 ára gamall (nema þá væri hann líklega vínylplata...) enda minnir sándið á gömul rokkbönd. Takk, Ingi Þór minn, fyrir ábendinguna. Very good, yes!
Menningarnótt á morgun. Já, í mínum huga er þetta reyndar eitt af þessum kvöldum sem fólk gerir alveg mega væntingar til og því nokkrar líkur á að kvöldið verði ekki eins gott og vonast var til. Annað dæmi um slíkt kvöld er gamlárskvöld... Ég held ég láti nú samt sjá mig í bænum, enda nokkur góð partý í boði.
Hey, ég sá Forest Whittaker í Kringlunni í gær. Alltaf (ekki að það sé mjög oft) finnst mér jafn skrýtið að sjá svona heimsfrægt fólk. Þau eru manni eitthvað svo óraunveruleg og virðast bara vera til á síðum tímaritanna. Svo bara bang, I really do excist! Ég sá einmitt Renee Zellweger í London fyrir nokkrum árum síðan, meira að segja tvisvar. Reyndar tók ég ekkert eftir henni heldur kom Helga til mín og sagði mér frá því. Ég var einstaklega upptekin við að skoða sólgleraugu.
Jæja, fastir liðir eins og venjulega. Getraunin. Hvaða lag? Hvaða flytjandi?
Jesus freaks out in the street
Handing tickets out for God
Við sjáumst væntalega í bænum annað kvöld. Enda hálf þjóðin (og þar með lesendur þessa blibbs) vön að leggja leið sína þangað á menningarnótt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli