27.8.2004

Dörtí densing

Fékk alvöru flashback þegar ég horfði á hina klassísku Dirty Dancing í gær. Sá sjálfa mig fyrir mér á hlusta á soundtrackið á vínyl í gömlu Schneider (já, einmitt!) græjunum mínum. Þetta var í þá daga sem ég átti rúm sem hékk í loftinu og allar stelpurnar í Kef öfunduðu mig af. Ég hefði getað selt inn í herbergið mitt, svo umtalað var þetta forláta rúm. Daddy cool, snillingur og smiðsundur, smíðaði einmitt rúmið og mamma saumaði rúmteppið og gardínurnar en það var einmitt hægt að draga fyrir. Mjög dramatískt. "Jæja, góða nótt!" (Curtain closes). Svo sat ég stundum undir rúmi og skrifaði leyndarmál á rúmið mitt. Það var einmitt svona leynihilla þarna undir og þar geymdi ég einmitt marga top secret muni. Reyndar varð þetta rými undir rúminu mér stundum til trafala vegna þess að ég var mjög myrkfælin og öll könnumst við við að vera hrædd við eitthvað undir rúminu okkar (eða hvað?). Í mínu tilfelli var einstaklega mikið pláss fyrir skrímsli og aðrar verur til að fela sig. Ég man eftir að hafa slökkt ljósið (sem var við hurðina) og tekið nokkur stökk, þvert yfir herbergið og upp í rúmið mitt þar sem yrði örugg. Þar uppgötvaði ég einmitt hæfileika mína í þrístökki (Bla!). Ég öfundaði alltaf krakka sem voru með slökkvara við hliðina á rúminu sínu. Það hefði sko auðveldað líf mitt.

Sjáið hér hvað bróðir minn er skrýtinn. Hahahaha! En ég elska hann samt, enda skrýtin sjálf:-)

Eníhú. Er ekki best að hafa þríþraut fyrir helgina???

Hvað lag? Hvaða flytjandi? (Það er þema í þessari þraut. Bónusstig fyrir að geta upp á því.)

Lag nr. 1:
I hate to look into those eyes
And see an ounce of pain

Lag nr. 2:
See the blind man shooting at the world
Bullets flying taking toll

Lag nr. 3:
Someday we'll get it toghether and we'll get it undone
Someday when the world is much brighter

Engin ummæli: