23.7.2004

Þetta er fyrir þig, Héðinn!
 
Svaf til 12 eins og alla daga síðan ég byrjaði í sumarfríi og sit á náttfötunum og bora í nefið. Fór á Hárið í gær með Emmu, dönsku stelpunni sem leigir hjá mér, og þetta var ágætis skemmtun. Algjört hæp í kringum þetta nektaratriði. Ég virtist ég bara sjá einn rass sökum stærðar og umfangs. Nefni engin nöfn en það byrjar á S og endar á r Bergmann. Tónlistaratriðin voru asskoti mögnuð og kórinn algjör snilld. Dansarinn sem var ber að ofan er alveg sjúklegur og við Emma ætlum að setja um gervisýningu og ráða hann í aðalhlutverk. Verkið mun heita Kamilla og Emma á tælensku nuddstofunni...

Mig langar í bíó á Eternal sunshine of the spotless mind í bíó í kvöld. Eru einhverjir sjálfboðaliðar sem vilja vera memm? Ég fór einu sinni einsömul í bíó og það var erfið lífreynsla. Ég var í DK og Ulla upptekin við eitthvað verkefni og ég þvældist bara fyrir henni. Á endanum sendi hún mig eina í bíó á Finding Nemo. Það var bara óþægilegt, ekki hægt að hnippa í bíófélagann og segja "djö er þetta fyndið, híhí." Vil helst ekki upplifa þessi óþægindi aftur.

Á morgun er afmæli hjá Óla hennar Daggar á Hverfisbarnum. Ég ætla að vera dönnuð í partýinu en ekki róni eins og ég var þarsíðustu helgi. Ég hitti Mörtu og Hönnu Maríu á förnum vegi og á eftir mér hljóp lítill slefandi hvolpur, a.k.a. Kanadamaðurinn sem ég losnaði ekki við og man því miður ekki hvað heitir. Sæjitt, ég var glæpsamlega ölvuð. Það endaði með því að Marta sagði gaurnum að hypja sig. Er að spá í að fara bara í rosalega háhælaða skó til að ég sitji bara á bossanum og meiki það ekki einu sinni á barinn. Minn innri agi er greinilega ekki nægilega sterkur þegar kemur að bakkusi... Hmmm...

Jæja, það eru myndir á leiðinni frá Manchester og Melbæjarskeldu. Brace yourselves!

Getraunin er kannski soldið erfið... held ég alla vega. Hvað heitir lagið og hver flytur?

I don't want somebody to love me
just give me sex whenever I want it

Engin ummæli: