Cosmo og kjúlíus
Sæl og bless. Long time no blibb, ekki satt? Ég er búin að vera svolítið niðurdregin vegna þess að ég fékk ekki það sem ég ætlaði mér og verð því að fara að hugsa út í það hvað ég ætla af mér að gera í janúar 2005. Það kemur bara í ljós síðar. Ég er búin að jafna mig. Ekkert stress.
Katrín hefur verið sambýliskona mín þessa vikuna en hún er í heimsókn frá DK. Það hefur verið kátt í höllinni og í gær hélt ég matarboð og við drukkum cosmopolitan fram á nótt. Það endaði nú reyndar með því að ég henti fólkinu út vegna þess að ábyrga ég þurfti að fara að sofa til að mæta í vinnu í morgun (n.b. allir hinir eru í vinnu líka!) Þau stauluðust heim til Þórhildar og enduðu í megasukki fram á nótt. Þau hafa augljóslega meira úthald en ég. Já, svona er þetta víst.
Nú er bara tæp vika í ferðina til Manchester. Ég er spennt og glöð og hlakka til að hanga í búðunum. Ingi Þór þarf að fara með mig á þessa staði: Flottustu búðirnar, ódýrustu músíkbúðirnar og barina þar sem allir sjúklegu gæjarnir eru. Þá verð ég ánægð!
Það er örlítið bjartara yfir getrauninni í dag en undanfarið. Þá er bara að bíða eftir að getraunasnillingarnir og tónlistarsálufélagar mínir (Obviously!) Hannes Óli, Þórir og Hlynur láti ljós sitt skína...
You know the drill. Hvaða lag? Hvaða flytjandi?
Just as hate knows love's the cure
You can rest your mind assured
Engin ummæli:
Skrifa ummæli