Flóttinn til Kef
Í takt við nýtt og frísklegt útlit á blibbinu ætla ég að fríska aðeins upp á Kamillu litlu með ferð á heilsuhælið í Keflavík, a.k.a. Hótel Mömmu, a.k.a. House of daddy-cool, a.k.a. Séstvallagötu kortér yfir tuttuguogtvö (eruð þið búin að ná þessu?;-)). Já, ég er orðin lúin á líkama og sál. Stanslaus vinna og stanslaust sukk eru farin að segja til sín. Þó svo að framundan sé Eurovision helgin mikla verð ég að segja að mér gæti ekki verið saman. Þótt það sé hip & cool að horfa samansafn af fólki sem hefur takmarkaða hæfileika á tónlistarsviðinu (nema auðvitað Íslendingarnir, þeir eru allir svo klárir. Bla bla...) gera sig að evrópskum fíflum í beinni er ég ekki að pissa í mig úr spennu. Því fer sko fjarri. Ég hef að vísu alltaf horft á keppnina og geri það líklega um helgina (og á undankeppnina í kvöld) but I ain't gonna loose sleep over it, if you know what I'm saying...
Nú kemur getraun. Lagið er gott (ólíkt öllu Eurovision fratinu) en hvaða lag er það og hver flytur?
It's like learning a new a language
Helps me catch up on my mime
If you don't bring up those lonely parts
This could be a good time
Engin ummæli:
Skrifa ummæli