Jesus loves you
Ég var ad muna eftir thví hvad strætóferdin heim til Halldóru á laugardaginn var skrítin. Í strætó númer 15 voru stelpur vid hlidina á mér aad tala um Gud og Jesú og trúnna. Hvad thad væri nú mikilvægt ad fylgja bodordunum og lemja ekki nágranna sinn (thetta dæmi tók hún!). Líka ad madur ætti alltaf ad taka upp biblíuna til leidsagnar 0thegar madur væri í vafa í hvorn fótinn madur ætti ad stíga. Thessar stelpur voru sem sagt mjøg trúadar og ég hleradi samtal theirra alla strætóferdina. Svo fór ég út úr strætó hjá lestarstødinni til ad geta tekid strætó nr. 9 heim til Halldóru. Ég gekk í makindum mínum ad umferdaljósinu og stoppadi. Thar komu upp ad mér tveir trúbodar og réttu mér bækling um Jesú. Ég afthakkadi pent og thá søgdu their: "Jesus loves you!" Ég svaradi: "I know. I love him too," og gekk mína leid. Ég veit ekki alveg hvad thetta átti allt ad thyda, hvort thetta hafi verid skrítin tilviljun eda smá skúbb ad ofan. Ég hef nú ekki farid í kirkju sídan Lilja frænka mín gifti sig og thar á undan var thad líklegast thegar ég fermdist. Alla vega, mitt point er ad ég er trúud en ég idka mína trú bara á annan hátt en fólkid sem ég hitti á laugardaginn. Ég trúi thví ad amma, afi og Lolli frændi séu ad passa mig ofan frá og ef ég trydi ekki á Gud og Jesú trydi ég væntanlega ekki á himnaríki. Samt myndi ég segja ad ég grípi til trúarinnar thegar eitthvad bjátar á. Ég hugsa ekkert um Gud eda Jesú thegar allt er í lukkunnar velstandi. Thá tharf ég ekki á theim á halda. Minni trú má sem sagt lysa sem tækifærissinnadri. Ekki er thad nú gód nidurstada... en hreinskilin none the less.
Nú tharf ég ad fara út á spítala og finna hjúkrunarfræding. Ég á nefnilega ad skrifa prófæl um hjúkku. Thar sem ég thekki ekki neina hér í Árósum verd ég bara ad finna hana á spítalanum. Vona ad einhver hafi tíma til ad tala vid mig. Er thetta ekki mjøg upptekin starfsstétt?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli