16.9.2003

Tilviljun...

Hávdí, dúdí! Jæja. Í tengslum við eina greinina sem ég er að skrifa gerðum við Lorea (bekkjarsystir mín frá Baskalandi) smá könnun. Við dreifðum henni á meðal 300 nemenda í Háskólanum í Tartu. Ég nenni ekki að segja ykkur um hvað könnunin var enda er ég að verða vitlaus á þessu dóti. Verð að skrifa fram á kvöld vegna þess að það er deadline í hádeginu á morgun. Alla vega, við fórum inn í málvísindabygginguna og dreifðum könnuninni þar. Þegar ég skoðaði síðan blöðin tók ég eftir þessu:
"Það er rosalega gaman að það fólk frá Íslandi. Ég er búinn að læra íslensku í Reykjavík fyrir einu ári. Getum við ekki mætið? Toomas 05227881"
Skemmtileg tilviljun, ekki satt? Við Lorea ákváðum síðan bara að taka viðtal við hann fyrir greinina okkar. Okkur vantaði nefnilega einn nemanda til að tala við. Við ákváðum að "mætast" á kaffihúsi sem heitir Oscar Wilde og taka viðtalið. Ekki nóg með að hann var frábær viðmælandi heldur alveg brilliant gaur. Talar ensku, dönsku, sænsku, íslensku og þýsku og er að læra að verða túlkur. Bjó á Íslandi í eitt ár og kallar landið "his mental home." Ég gat svalað þörf minni til að tala íslensku og svo töluðum við um hvað Ísland er frábært þannig að heimþrá mín hefur tífaldast. Reyndar var ég alveg að leka niður úr þreytu í allan gærdag þannig að ég fór bara snemma heim að lúlla. Fékk mér rauðvínsglas til að hjálpa mér að sofna (vá, þetta á ekki að hljóma svona illa. Það er bara svo oft sem manni gengur illa að sofna þegar maður er of þreyttur.). Fór meira að segja í heita sturtu áður en ég fór í rúmið. Greinilega eru köldu sturturnar bara á morgnana. Þá er málið bara að fara í sturtu á kvöldin. Þá get ég líka sofið aðeins lengur:-)

Nú á ég bara eftir að taka eitt viðtal og þá get ég byrjað að skrifa. Við erum komnar með ansi gott stöff þannig að vonandi get ég gert eitthvað áhugavert úr þessu. Klukkan eitt förum við í menntamálaráðuneytið og tökum viðtal við Kalmar Kurs.

Jæja, ég er er að pissa í mig. Gotta go!

Engin ummæli: