15.9.2003

It's been a hard days night

Vá, maður. Djöfull er erfitt að vera sjúrnalíst! Við vorum til kl 02.30 að skrifa greinina. Vöknuðum síðan kl. 8 í morgun og tókum rútuna aftur til Tartu. Ég var svo "heppin" að fá sæti sem var ekki hægt að halla aftur þannig að ég klessti mér einhvern veginn upp við rúðuna og svaf. Ekki fögur sjón fyrir þá sem keyrðu framjá. Hey, já, þetta er eitt enn sem ég er byrjuð að gera eftir að ég kom til Eistlands. Sofa í rútu. Nú drekk ég kaffi, sef í rútum og opna flöskur með kveikjara. Hörkukvendi, alveg hreint! Það gerist ýmislegt á einni viku í ókunnu landi;-) Reyndar mun ég seint geta drukkið vont kaffi, svona sullkaffi sem vinnukallar drekka úr glærum glösum. Fékk einmitt svoleiðis kaffi kl. 23.30 í gær á "kaffi"húsi. Djöfull var það vont. Og það átti meira að segja að heita cappuchino. Eftir margra daga reynslu (!) í kaffidrykkju get ég með sanni sagt að þetta bragðaðist eins og drullumall. Blablabla.

Á morgun hef ég sett mér það takmark að klára grein nr. 2. Ég þarf samt að taka þrjú viðtöl áður en ég get byrjað þannig að þetta verður strembið. Ég verð samt að gera þetta vegna þess að ég ætla að nýta miðvikudagskvöldið í að drekka hræódýrt áfengi og deyja síðan áfengisdauða í herbergi okkar Söru þar sem að málningarflögum rignir af himnum ofan (reyndar úr illa málaða loftinu en það er örugglega eins nálægt himnaríki sem ég kemst... enda líka á fimmtu hæð).


Engin ummæli: