Herbergi nr. 7 verður líklegast næsta heimili mitt...
Þriðja "heimilið" á einum mánuði. Gaman! Alla vega... hún Thea er SVO skrítin. Núna sér hún eftir að hafa komið heim og blablabla. Manneskjan er 27 ára gömul og ætti að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir og staðið svo við þær. Það fyndna er að ég var fljót að jafna mig á þessu kjaftæði. Ég er nánast orðin vön því að vera í svona veseni. Ekkert nýtt fyrir mig. Hlakka bara hryllilega mikið til að flytja inn í fallegust íbúð í heimi í 107 Reykjavík. Þetta verður ekki langt blogg en hér koma svona smá infósíngar um mína hagi:
Góðar fréttir:
- Ég fæ líklegast herbergi nr. 7 og þar er stórt rúm (rúmar mig og þig, Hilma mín!) og sjónvarp og vídeótæki.
- Ég er búin að kaupa flugmiðann heim. Kem 15. desember, nánar tiltekið kl. 14.15. Vííííí.
- Ég fer til Eistlands á mánudaginn.
Fyndið:
- Kennarinn minn er með nokkrar skrúfur lausar og lætur okkur alltaf syngja á hverjum morgni. Hvert land á að koma með lag og það þýðir að ég, eini Íslendingurinn í mínum bekk, þarf að standa fyrir framan alla og syngja eitthvað íslenskt. Reyndar eiga þau auðvitað að syngja með en ég veit ekki alveg hvernig það kemur út. Eruð þið með einhverjar hugmyndir?? Stál og hnífur? Maístjarnan? Nei. Það verður að vera stutt, létt og laggott!
Vandræðalegt:
Sören plataði mig til að koma með í partý með öllum fyrsta árs nemunum hér í DJH. Ég átti að vera mjög merkilegt með mig og þykjast vera svaka hotshot á Íslandi sem hefði bara flogið inn í skólann án þess að tala dönsku... Og ég átti að þykjast vera tilvonandi bekkjarsystir þeirra. Ekki skemmtilegt það! Þar sem ég hef nú einhverja reynslu sem merkikerti (in the old days, my lovelies) gerði ég mitt besta. Sören gaf... æ fokk, er að missa af strætó. Framhald seinna. blessí
Ógeðslegt:
Engin ummæli:
Skrifa ummæli