14.8.2003

Jæja, nú loksins er mér refsað

Eftir óheilbrigt líferni en óvenju góða heilsu í marga, marga mánuði er komið að skuldadögum. Mér líður eins og gamalli tusku. Soldið hrædd um að moskítóbitið sé hægt og bítandi (já, fokking bítandi) að draga mig til dauða en hallast líka að rökréttari skýringu. Flensu. Já, mér líður illa og ég hef bara ekki tíma fyrir það. Fjandínos! Fékk mér sólhatt og ætla að halda því áfram. Nú vantar manni bara mömmu sína:-(

Engin ummæli: