It's time to hit the road
Þá er ég búin að pakka eina ferðina enn. Ég er nánast farin að geta gert þetta blindandi en djöfull á ég mikið af drasli. Ég á núna helmingi meira en ég kom með upphaflega frá Íslandi! Katharina, norsk bekkjarsystir mín, á bíl og ætlar að vera svo góð að keyra með mig og mitt hafurtask upp á óeirðasvæðið. Svo býr Sören, danskur strákur sem er með mér í bekk, á sama kollegi og ég þannig að hann ætlar að hjálpa mér að bera allt klabbið. Ég ætlaði ekki að flytja fyrr en á þriðjudaginn en þetta hentar mér miklu betur vegna þess að ég þarf að fara svo snemma á miðvikudagsmorgninum til Kbh. Það verður fínt að vera búin að koma sér aðeins fyrir.
Ég er með Frank Sinatra á heilanum. Dánlódaði helling með honum á netinu og hann blastar (that's an overstatement. Ekki hægt hægt að blasta þessa prumpuhátalara) græjurnar allan liðlangan daginn. Strangers in the night er persónulegt uppáhald en þau eru öll svo góð lögin. Svo syng ég með eins og næsta Nancy Sinatra, örugglega að gera nágranna mína gráhærða. Mér gæti reyndar ekki verið meira sama um þá. Þetta eru slúbbar sem stela matnum mínum (Það var búið að stela tveimur mini-meals frá mér í morgun. Skrambans óþokkar!). Ég hef þurft að kaupa mér jógúrt með áfastri skeið í morgunmat síðan ég flutti hingað vegna þess að það eru engar skeiðar til. Liðið er allt með diskana sína, glösin og það heila í læstum skápum! Ekkert verið að hugsa til skiptinemans sem á kannski ekki svona lúxusvörur. Reyndar verð ég að viðurkenna að ég á eitt plastglas og hef þurft að vaska það upp nokkrum sinnum. Glæsilegt, ekki satt. En bráðum kemur betri tíð. Hún Thea ætlar að skilja öll búsáhöld eftir þannig að nú get ég kannski eldað mér graut (einmitt!).
Það versta við nýja herbergið er að það er ekki internettenging þar en ég hlýt að geta reddað því. Sören sagði mér að flestir þarna væru með þráðlausa tengingu og ég hlýt að geta fengið að vera með í því. Annars get ég fengið netkort í skólanum og alltaf verið tengd þar. Svo er líka frí þráðlaus tening niðri í bæ þannig að þetta reddast. Ég verð komin á blibbról aftur innan skamms. Mér finnst bara svo leiðinlegt að blibba á dönsku lyklaborði, alveg hreint hundfúlt!
Haldið að hún Hilma Hólmfríður sé ekki bara búin að festa kaup á flugmiða til Kaupmannahafnar??? Jú, jú, stúlkan kemur til landsins sama dag og ég kem frá Tallinn þannig að við tökum bara lestina saman til Árósa. Ljúft, ekki satt? Ef ég fer til London er ég að spá í að fara 25. sept eða daginn eftir að Hilma fer heim. Vera síðan í ca. 2 daga hjá Öldu minni (ef ég má, Alda;-)) og fara síðan til Inga Pinga Þórs Pórs. Vá, nú er ég að ímynda mér mömmu kalla pabba Inga Pinga. Hún gerir það stundum og það er svo sætt. Mamma, ég heyri þig alveg segja þetta í hausnum á mér:-)
Jæja, my lovelies, best að gera eitthvað af viti. Ást og friður.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli