7.6.2003


Kaupmannahafnarkarnival...

Jebb, er á leiðinni á karnival í Kaupmannahöfn. Eitthvað hljómar það nú skrítið... Segi meira frá seinna.

Í dag fer ég líka að hitta fólkið sem ég mun vinna með á Hróarskeldu. Það verður spennó! Í kvöld er svo stefnan tekin á bæinn. Ég ætla líka að hitta hana Þórhildi. Við erum víst nágrannar sem er auðvitað mjög ánægjulegt.

Martin er að fara á stórt stefnumót í kvöld. Dating.dk er greinilega staðurinn til að vera á:-/ Hahahaha. Þess vegna ætla ég að reyna að vera sem minnst heima. Hann er nefnilega búinn að bjóða henni heim, kaupa hvítvín og jarðaber og þrífa pleisið hátt og lágt. Maður að mínu skapi!

Fu:el er nýjasta boybandið í Danmörku... og ég hata þá!! Litlir ofurstíliseraðir strákar. Þeir eru alltaf í úbbartinu og sjónvarpinu. Alveg að gera mig gráhærða. Talandi um grá hár eða lack of them. Mér finnst mjög algengt að ungir menn hér í Danmörku séu að fá skalla. Mér finnst ég ekki sjá svona mikið af þessu heima. Ég sagði Ullu þetta og fyrst var hún ekkert voða hrifinn af kenningu minni en í gær kíktum við aðeins á kaffihús og þá viðurkenndi hún að eftir að ég minntist á þetta tæki hún mjög mikið eftir þessu. Eitthvað í genunum, ætli sé til skallagen????

Ég er búin að hnerra svona 300 sinnum í dag. Ofnæmið eitthvað að ibba gogg. Fjandans!

Já, eitt enn. Lét einhvern gaur fá númerið mitt á fimmtudaginn. Ekki vegna þess að mér fannst hann svo sætur heldur vegna þess að hann var svo fyndinn. Útlitið hafði hann ekki með sér, greyið. Lítill, þybbinn og sköllóttur (by choice vona ég). Hann hringdi síðan í mig í gær og bauð mér í partý. Voða sætt af honum en ég fór ekki, var svo mygluð... Næsta skref er að gefa sætum gaur númerið mitt!

Engin ummæli: