Ekki lengur...
Þetta kommentínó frá Öldu læknaði heimþránna. Það læknaði reyndar ekki söknuðinn en what the hey... Ég held líka að ástæða þess að heimþrá hefur verið að hellast yfir mig sé sú að ég hafi of mikinn frítíma. Ekki það að mér finnist það ekki fínt en nú hef ég voða mikinn tíma til að hugsa. Hugsa um mömmu og pabba og Inga Þór og Hilmu og Mörtu og bara alla... Þetta er reyndar enn meiri ástæða til að finna mér vinnu. Reyndar vantar mér bara pening. Ef ég ætti peninga gæti ég bara gert það sem mér sýnist og þá hefði ég sko nóg að gera!
Brynja Dögg og Guðrún eru að koma til mín í mat í kvöld. Grjón og grænmeti. Ljúffengt! Smá uppskrift:
Sveppir, brokkolí, laukur, paprika, gulrætur (alls konar grænmeti) steikt upp úr sojasósu og smá ostrusósu líka (it does the trick)(Ekki slæmt að setja smá kjúlíus með). Hrísgrjón soðin og svo öllu skellt saman á disk. Rosa gott, er búin að lifa á þessu. Ingi Þór, prufaðu þetta! Skárra en frosna draslið sem þú ert búinn að vera að borða. Svo kaupi ég svona danska kæfu handa þér þegar þú kemur!! Þá verð ég besta systir í heimi. Jibbííííííííí!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli